Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Leikjafræði

Það er alveg pottþétt að hollendingar og bretar gerðu ekki ráð fyrir að íslendingar myndu taka tilboði þeirra.  Hvað ætli margar umferðir séu eftir af hugmyndum og gagnhugmyndum???
mbl.is Tilboðið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingastjórnun - Kurt Lewin

Kurt Lewin

Við hæfi er í upphafi umræðu um breytingastjórnun að fjalla í nokkrum orðum um kenningu sporgöngumannsins Kurt Lewin (1954) um þriggja skrefa breytingaferli sem haft hefur afar mikil áhrif allt til dagsins í dag.  Þegar æskilegt er talið að gera breytingar er fyrsta skrefið samkvæmt kenningunni að affrysta eða þíða (e. unfreeze) ríkjandi ástand.  Mjög erfitt er að þíða hegðun eða venjur og sérstaklega erfitt ef hegðunin eða venjurnar hafa lengi verið ráðandi og hafa styrkst vegna samþykkis eða fyrri velgengni.  Þíðing er auðveldari til dæmis á tímum neyðarástands sem getur skaðað ríkjandi kerfi trúar, gilda og hegðunar.  Ef ríkjandi kerfi hafa verið rifin niður felst næsta skref í því sem kallað er færsla (e. moving).  Sannfæra þarf einstaklinginn eða hópinn um það að færast frá núverandi stöðu trúar, gilda og hegðunar yfir til að því er virðist betri eða girnilegri valmöguleika.  Að lokum, ef færslan hefur gengið vel, þarf að frysta (e. freeze) nýju stöðuna til að festa hana í sessi.  Vegna sporgöngu Lewin´s í breytingastjórnun er gott að hafa kenningu hans í huga þegar aðrar kenningar eru metnar. 


Ísland - Breytingastjórnun

Við Íslendingar lifum nú á tímum mikilla breytinga og mikilvægt fyrir okkur og komandi kynslóðir að vel takist til.  Hinn almenni borgari hefur nú á annað ár verið í biðstöðu - mjög illa upplýstur um hver raunveruleg staða mála er og hvaða möguleikar eru í stöðunni. 

Í breytingastjórnun er mikil áhersla lögð á mikilvægi þess að allir leggist saman á árarnar en rói ekki hver í sína áttina.  Til að svo megi verða er afar mikilvægt að öllum mikilvægum upplýsingum sé komið á framfæri - svo fólk á öllum stigum geri sér grein fyrir, eða skynji, að þörf sé á breytingum og stefni að sameiginlegu markmiði - og eftir sömu eða svipuðum leiðum.  Þetta á jafnt við um breytingastjórnun á vegum ríkisins, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja.   

Ef slík skynjun er ekki til staðar má búast við mikilli mótstöðu sem getur stöðvað breytingaferlið strax í fæðingu.  Hvort sem verið er að reisa við veikburða fyrirtæki, breyta meðalfyrirtæki í forystufyrirtæki eða bæta við forskot forystufyrirtækis er þörf svipaðra vinnubragða.  Þörf er á mikilli samvinnu, frumkvæði og vilja margra til að færa fórnir.  Og að sjálfsögðu á Þetta einnig við um breytingar á innviðum þjóðfélagsins sem og aðrar breytingar sem ríkisvaldið ræðst í.   

Í öllum breytingaferlum eru ákveðin öfl sem spyrna við fótum þegar einhverju á að breyta.  Einstaklingar hafa komið sér vel fyrir og líður vel í öryggi stöðugleikans.  Hins vegar er umhverfið það breytilegt að stöðugleiki er ekki til staðar nema til mjög skamms tíma litið.  Þessu sjónarhorni þarf að miðla til fólks út um allt þjóðfélagið, eða allt fyrirtækið, þannig að það geri sér grein fyrir stöðu mála og þörfinni á tilteknum breytingum.  

Hlutverk leiðtogans - innan ríkisstjórnar, innan stjórnarandstöðu eða innan fyrirtækis - er að beina sjónum manna að þeim möguleikum sem í stöðunni leynast því niðurbrotinn þjóðfélagsþegn eða starfsmaður er ekki líklegur til mikilla afreka.  Grunnhugmynd þess að efla skynjaða þörf fólks fyrir tilteknum breytingum er að bregðast við þröngsýni og fordómum með upplýsingum um umhverfið, því takmörkuð sýn í síbreytilegu umhverfi getur verið banvæn - hvort heldur er þjóðfélögum eða fyrirtækjum. 


mbl.is Flokksráð VG styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins vinna menn í PR málum

Mikið er nú ánægjulegt að sjá hversu miklum árangri hægt er að ná þegar unnið er almennilega í kynningamálum - en jafnframt sorglegt hversu aumlega hefur verið unnið í þeim málum hingað til. 

 


mbl.is Halda áfram með Íslandslánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óupplýst Evrópa - Stjórnun

Ljóst má vera, af umræðu um málefni icesave á erlendum vettvangi, að erlent fjölmiðlafólk skrifar um málefnið af talsverðri vankunnáttu.  Þar eru fréttir í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum þar sem býsnast er yfir Íslendingum af þeirri ástæðu að Íslendingar ætli ekki að greiða skuldbindingar sínar - sem er auðvitað í besta falli tómur misskilningur og í versta falli léleg vinnubrögð fjölmiðlafólks sem ekki leitar réttra upplýsinga. 

Ég velti málinu fyrir mér út frá sjónarhorni stjórnunarfræðanna.  Ljóst má vera að við Íslendingar höfum ekki staðið okkur sem skyldi í að upplýsa aðrar þjóðir um okkar sjónarhorn og getum við því að talsverðu leyti sakast við okkur sjálf.  Við þurfum að gera okkur grein fyrir aðstæðum í umhverfi viðsemjenda okkar, skilja í hverju andstaða þeirra felst og miðla upplýsingum sem útskýra okkar sjónarhorn.  Þetta eru eðlilegir þættir góðrar stjórnunar.  Því miður höfum við ekki staðið okkur sem skyldi til þessa - en enn er tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar Íslendinga á framfæri, málstað okkar til framdráttar. 

 


mbl.is Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnun og stefnumótun

Ég - Jóhann Pétur - er hér að byrja mitt blogglíf  - Ég er viðskiptafræðingur með framhaldsmenntun í Stjórnun og stefnumótun og rek ráðgjafastofuna Stjórnun ehf.  Meistararitgerð mín frá árinu 2005 fjallaði um Breytingastjórnun.

Ég hef mikinn áhuga á almennum þjóðmálum ásamt fræðilegri sýn á rekstur fyrirtækja og stofnana.  Undanfarin misseri hefur mér fundist mjög merkilegt hversu lítt stjórnunarfræðin eru virkjuð við úrlausn ýmissa verkefna - á sviði ríkis og bæjarfélaga jafnt sem í viðskiptalífinu. 

Hér á blogginu mun ég skoða - í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar meðal annars - hvar mér þykir stjórnun vera áfátt og vonast ég til að geta aukið skilning manna á mikilvægi þess að virkja fræðin til bætts árangurs í rekstri fyrirtækja og stofnana. 

Bestu kveðjur  -  Jóhann Pétur

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Stjórnun

Höfundur

Jóhann Pétur
Jóhann Pétur
Viðskiptafræðingur með meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun.  Rekur ráðgjafastofuna Stjórnun ehf.  -  johann@stjornun.is    Sími: 868-5555
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 5862

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband