Óupplýst Evrópa - Stjórnun

Ljóst má vera, af umræðu um málefni icesave á erlendum vettvangi, að erlent fjölmiðlafólk skrifar um málefnið af talsverðri vankunnáttu.  Þar eru fréttir í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum þar sem býsnast er yfir Íslendingum af þeirri ástæðu að Íslendingar ætli ekki að greiða skuldbindingar sínar - sem er auðvitað í besta falli tómur misskilningur og í versta falli léleg vinnubrögð fjölmiðlafólks sem ekki leitar réttra upplýsinga. 

Ég velti málinu fyrir mér út frá sjónarhorni stjórnunarfræðanna.  Ljóst má vera að við Íslendingar höfum ekki staðið okkur sem skyldi í að upplýsa aðrar þjóðir um okkar sjónarhorn og getum við því að talsverðu leyti sakast við okkur sjálf.  Við þurfum að gera okkur grein fyrir aðstæðum í umhverfi viðsemjenda okkar, skilja í hverju andstaða þeirra felst og miðla upplýsingum sem útskýra okkar sjónarhorn.  Þetta eru eðlilegir þættir góðrar stjórnunar.  Því miður höfum við ekki staðið okkur sem skyldi til þessa - en enn er tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar Íslendinga á framfæri, málstað okkar til framdráttar. 

 


mbl.is Hollenskir stjórnmálamenn harðorðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sjokkerandi fréttir selja betur en sannleikurinn.

Þannig hafa fréttir fjölmiðlar því miður verið að þróast hratt undanfarið, enda flest dagblöð og sjónvarpsstöðvar í kreppu, þar sem meira er barist um mælanlega athygli en sannsögli.

Þetta er ein mesta ógnin við heimsbyggðina í augnablikinu að mínu mati, hvernig fjölmiðlar eru að ala á fávisku og æsa fólk upp frekar en að fræða það.

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 17:26

2 identicon

Held að þetta sé akkúrat öfuggt að við íslendingar viljum ekki horfast í augu við staðreyndir fyrr en of seint er! En auðvitað er þetta allt sorglegt mál og allir flokkarnir á þingi ættu frekar að reyna hjálpast af með þetta mál heldur að vera hnakkrífast hvor í öðrum..

Ingi þór Stefánsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnun

Höfundur

Jóhann Pétur
Jóhann Pétur
Viðskiptafræðingur með meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun.  Rekur ráðgjafastofuna Stjórnun ehf.  -  johann@stjornun.is    Sími: 868-5555
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband