Ísland - Breytingastjórnun

Við Íslendingar lifum nú á tímum mikilla breytinga og mikilvægt fyrir okkur og komandi kynslóðir að vel takist til.  Hinn almenni borgari hefur nú á annað ár verið í biðstöðu - mjög illa upplýstur um hver raunveruleg staða mála er og hvaða möguleikar eru í stöðunni. 

Í breytingastjórnun er mikil áhersla lögð á mikilvægi þess að allir leggist saman á árarnar en rói ekki hver í sína áttina.  Til að svo megi verða er afar mikilvægt að öllum mikilvægum upplýsingum sé komið á framfæri - svo fólk á öllum stigum geri sér grein fyrir, eða skynji, að þörf sé á breytingum og stefni að sameiginlegu markmiði - og eftir sömu eða svipuðum leiðum.  Þetta á jafnt við um breytingastjórnun á vegum ríkisins, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja.   

Ef slík skynjun er ekki til staðar má búast við mikilli mótstöðu sem getur stöðvað breytingaferlið strax í fæðingu.  Hvort sem verið er að reisa við veikburða fyrirtæki, breyta meðalfyrirtæki í forystufyrirtæki eða bæta við forskot forystufyrirtækis er þörf svipaðra vinnubragða.  Þörf er á mikilli samvinnu, frumkvæði og vilja margra til að færa fórnir.  Og að sjálfsögðu á Þetta einnig við um breytingar á innviðum þjóðfélagsins sem og aðrar breytingar sem ríkisvaldið ræðst í.   

Í öllum breytingaferlum eru ákveðin öfl sem spyrna við fótum þegar einhverju á að breyta.  Einstaklingar hafa komið sér vel fyrir og líður vel í öryggi stöðugleikans.  Hins vegar er umhverfið það breytilegt að stöðugleiki er ekki til staðar nema til mjög skamms tíma litið.  Þessu sjónarhorni þarf að miðla til fólks út um allt þjóðfélagið, eða allt fyrirtækið, þannig að það geri sér grein fyrir stöðu mála og þörfinni á tilteknum breytingum.  

Hlutverk leiðtogans - innan ríkisstjórnar, innan stjórnarandstöðu eða innan fyrirtækis - er að beina sjónum manna að þeim möguleikum sem í stöðunni leynast því niðurbrotinn þjóðfélagsþegn eða starfsmaður er ekki líklegur til mikilla afreka.  Grunnhugmynd þess að efla skynjaða þörf fólks fyrir tilteknum breytingum er að bregðast við þröngsýni og fordómum með upplýsingum um umhverfið, því takmörkuð sýn í síbreytilegu umhverfi getur verið banvæn - hvort heldur er þjóðfélögum eða fyrirtækjum. 


mbl.is Flokksráð VG styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð í tíma töluð , mjög flott hjá þér

Sólveig þóra Arnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnun

Höfundur

Jóhann Pétur
Jóhann Pétur
Viðskiptafræðingur með meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun.  Rekur ráðgjafastofuna Stjórnun ehf.  -  johann@stjornun.is    Sími: 868-5555
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 5862

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband