Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.10.2011 | 18:21
Ábyrgðarmenn, varið ykkur á framferði LÍN
Á seinni hluta síðustu aldar gekkst ég í ábyrgð fyrir hluta af LÍN-lánum þáverandi sambýliskonu minnar. Ég endurtek að ábyrgð mín var aðeins á hluta af lánum hennar hjá LÍN. Seinna meir sameinaði LÍN öll lán hennar undir einum hatti og rukkar þau í dag öll saman í einum pakka. Við greiðslufall lántakandans gefst mér sem ábyrgðarmanni ekki tækifæri til að greiða aðeins þann hluta hvers gjalddaga sem ég er ábyrgðarmaður fyrir. Eina leiðin fyrir mig, til að lánið verði ekki allt sent í harða lögfræðilega innheimtu, er að borga allan gjalddagann, bæði þann hluta sem ég er ábyrgur fyrir sem og hinn hlutann sem aldrei kom mér neitt við. Að vísu hefur nú fengist í gegn, eftir mikla eftirgangssemi, að greiðslan fæst færð til lækkunar á ábyrgðarhluta mínum.
Líklegt þykir mér að LÍN beiti sömu aðferðafræði varðandi öll önnur lán og má því reikna með að allir ábyrgðarmenn LÍN-lána séu undir þessa sömu sök seldir. Afleiðing þessarar aðferðafræði LÍN getur verið sú að ábyrgðarmenn séu að að greiða mun meira en ábyrgð þeirra stendur til.
Einkennilegt finnst mér ef þetta framferði LÍN stenst lög.
Um bloggið
Stjórnun
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar